Allir nemendur og starfsfólk eru hvött til að mæta í búningum á öskudag, og gleðjast.
Öskudagurinn verður haldinn hátíðlegur eins og hefð er að verða fyrir í Djúpavogsskóla.
Dagskrá Djúpavogsskóla á Öskudag:
Kl. 8:05 - 9:30 Bekkjarhópar eru hjá sínum kennurum.
Kl. c.a. 9:30 - c.a. 10:00 Frímínútur eins og hefðbundið er.
Kl. 10:00 - 11:20 Öskudagsfjör í íþróttahúsi. Hvar er farið í leiki og marsérað.
Foreldrar/aðstandendur boðin hjartanlega velkomin og hvött til að taka þátt.
Frá kl. 11:20 er dagskrá bekkjarhópa og hádegishlé á hefðbundnum tímum.
Kl. 13:00 Lýkur skóladegi hjá öllum nemendum. Njótið dagsins.
Öskudagur, sprengidagur og bolludagur:
Nafnið öskudagur kemur fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra.
Öskudagur er upphaf svokallaðrar föstu, eða hreinsunar og hefur tengsl við trúarlega siði.
,,Langafasta" átti að vera tími íhugunar og góðrar breytni, auk föstunnar að sjálfsögðu, sem á Íslandi takmarkaðist yfirleitt við kjötmeti en gat einnig náð til fiskvöru og mjókurafurða.
Ef fólk vildi ganga lengra í föstunni neytti það einungis vatns og brauðs.
Sprengidagur var hin íslenska kjötkveðjuhátíð fyrir þennan fyrsta dag föstunnar, öskudag, þar sem fólk gerði vel við sig í mat og drykk, sem samtímafólk þekkir vel sem saltkjöt og baunir.
Í Evrópu tíðkuðust, og tíðkast sumsstaðar enn , sérstakar kjötvekðjuhátíðir síðustu dagana fyrir lönguföstu, miklar útihátíðir og skemmtanir. Sem dæmi má nefna hina vel þekktu kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Stjrábýli og veðurfar hafa að öllum líkindum komið í veg fyrir að útihátíðarhöld næðu fótfestu á Íslandi á þessum árstíma en fólk skemmt sér innan dyra.
Þótt hátíðleiki öskudagsins hafi minnkað hér á landi við siðbreytinguna hélt fólk áfram að gera sér glaðan dag síðustu daga fyrir lönguföstu og hér hafa þróast ýmsir siði kringum; bolludag, sprengidag og öskudag.
Athyglisvert er að bolludagur (sem sennilegast fékk ekki þetta nafn fyrr en snemma á 20. öld) og öskudagur hafa að mörgu leyti skipt um hlutverk.
Lengi vel var mánudagurinn í 7. viku fyrir páska hefðbundinn frídagur barna í skólum og þá tíðkaðist víða um landið að ,,marséra" í grímubúningum og að slá köttinn úr tunnunni. Þeir siðir hafa líklega borist frá Danmörku eða Noregi.
Árið 1917 hafði frídagurinn þessi verði færður yfir á öskudag víðast hvar á landinu og þar með færðust hátíðarsiðirnir með á öskudag.
Önnur venja hefur flust frá öskudegi til bolludags og það eru flengingar með vendi. Áður fyrr á öskudag var sá siður að dreifa ösku með einhverskonar vendi og guðhrætt fólk flengdi jafnvel sjálfan sig með vendi í iðrun og hreinsun í nafni trúar. Við siðbreytinguna fluttust þessar flengingar yfir á aðra skemmtun, s.s. með bolluvendi á bolludag.
Ein skemmtileg hefð , sem finnst ekki annarsstaðar en á Íslandi, er sú að hengja öskupoka á fólk. Þessi pokasiður þekktist á Íslandi allt frá miðri 18. öld, og mögulega eru til eldri heimildir. Pokasiðurinn skiptist lengi vel eftir kynjum; konur hengdu öskupoka á karla en karlar poka með steinum á konur. Lykilatriði var hjá báðum að hengja pokann án þess að viðkomandi tæki eftir því. Snemma á 20. öld þróaðist öskupokasiðurinn í þá átt að verða nokkurs konar Valentínusarbréf. Ungar stúlkur sendu ungum piltum sem þeim leist vel á poka til að gefa áhuga sinn til kynna.
Samtímafólk hefur leitt hugann að því hvort ástæðan fyrir að þessi skemmtilegi siður, að hengja öskupoka á aðra, hafi breyst þegar framleiðsla á títuprjónum breyttist og ekki var lengur hægt að beyjga þá svo vel væri.
Heimild: Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og Menning,1993.


Comments