Undirbúningur hinnar árlegu Árshátíðar Djúpavogsskóla hefur verið í fullum gangi síðustu tvær vikurnar og það hefur verið mikilfenglegt að sjá dugnað og elju nemenda og starfsfólks í þessari frábæru vinnu. Að venju eru það nemendur í 10. bekk sem velja þema eða sögu Árshátíðarinnar, og í ár varð fyrir valinu sagan ,,Aladdín og Töfralampinn". Þar voru nokkur atriði m.a. höfði í huga; að taka fyrir nýja sögu sem hefur ekki verið gerð áður, að henni fylgdi skemmtileg tónlist og að öll stigin myndu vinna að sömu sögunni.
Sagan um Aladdín og töfralampann gerist í borginni Agrabah sem er einungis til í þessari töfraveröld Aladdíns en sagan er upprunnin úr sagnasafninu ,,Þúsund og ein nótt". Í safninu eru hvað þekktustu sögurnar Aladdín og töfralampinn, Alí baba og ræningjarnir 40 og Ferðir Sindbaðs Sæfara, og hefur safnið verið íslenskað í nokkrum útgáfum m.a. í barnabók.
Það kom reyndar í ljós við undirbúning árshátíðarvinnunnar að aðeins er til eitt íslenskað handrit af sögunni um Aladdín, og það var útfærsla með breytingum frá hinni vel þekktu teiknimynd.
Í Djúpavogsskóla er svo frábær lausnahugsun að starfsfólk tók á það ráð að fá gervigreindina til að aðstoða við að taka út aðalatriði sögunnar, persónur, lög og sviðsmynd. Að því loknu var fyllt inn í handritið eftir hinni vel þekktu teiknimynd, Aladdín og töfralampinn" frá 1992 og svo hefur það að miklu leyti verið samstarf starfsfólks og nemenda ð að breyta, bæta og móta handritið og útfærslu, en einn námsþáttur sem hafður hefur verið að leiðarljósi í þessari vinnu er einmitt að nemendur taki einnig þátt í mótun og úrvinnslu sýningarinnar.
Hildur, Marianna og Ewelina hafa séð um búninga- og sviðlistadeild af mikilli snilld eins og þeim einum er lagið, Lilja og Jóhanna hafa séð um leikskrá, auglýsingar og myndatöku af sinni stöku snilld og það eru þeir William Óðinn og Viktor sem hafa umsjón með ljósa- og hljóðmeisturum af fagmennsku.
Í svona skapandi og skemmtilegri vinnu kemur einmitt svo glöggt í ljós hvað fjólbreyttur mannauður, hjá bæði nemendum og starfsfólki og þá einnig foreldrum, er mikilvægur og skemmtilegur gerir heildina svo miklu öflugri og stórkostlegri.
Við hlökkum til að sýna ykkur afrakstur þessarar frábæru vinnu þar sem allir hafa lagt mikið á sig, átt sína persónulegu sigra og hafa lagt hönd á plóg í góðri samvinnu, af virðingu og af hugrekki.
Hlökkum til að sjá ykkur og góða skemmtun.

Opmerkingen