Það var gleðiefni að sjá alla hressa og káta að nýju eftir gott jólafrí. Fyrsti skóladagur nemenda bar upp á þrettándanum. Í tilefni þess byrjuðum við daginn á þrettánda-samveru og sungum m.a. Álfasöng Rikharðs Jónssonar, en fyrir tveim árum, 2023, rifjuðum við þær einmitt fyrst upp til tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því þær voru fyrst sungnar á þrettándabrennu á Djúpavogi, 1923.
Hér fylgja fyrstu vísurnar sem sungnar voru við lagið ,,Mánninn hátt á himni skín":
Búlandstindur brúnahvass brýnir í skýjum nöf,
eins og gamall gylfi gnæfir ´ann yfir höf.
Tökum sprett
klett af klett,
kyndum bál á ís,
norðurljósin prýða vora paradís.
Nú er bjart um Búlandstind, blika norðurljós:
út úr hömrum halda, huldusveinn og drós.
Tökum sprett
klett af klett,
kyndum bál á ís,
norðurljósin prýða vora paradís.
Dýrðarmyndir, drottinn minn, dregur þú á fjöll,
ó hve undrafögur er þín konungshöll.
Tökum sprett,
klett af klett,
kyndum bál á ís,
norðurljósin prýða vora paradís.
Comments