Kæra skólasamfélag
Tónlistarskólinn okkar er að fara af stað með aðeins breyttu sniði. Berglind Björgúlfsdóttir er deildarstjóri og hún kemur inn með ferskar og skemmtilegar hugmyndir. Í vetur verður boðið upp á forskólanám fyrir 1.-4.bekk og fyrir 5.-10.bekk er í boði nám í hljómborðsleik, söng og ukulele. Kennt verður í hópum og áhersla á sköpun, samspil og að efla nemendur sem sjálfstætt tónlistarfólk.
Vinsamlegast lesið nánar um tónlistarskólann hér en skráning fer fram dagana 10.-15. september.
Comments