top of page
Search

Skólamáltíðir gjaldfrjálsar frá og með skólavetri 24 - 25.

  • Vefstjóri
  • Aug 20, 2024
  • 1 min read

Skólamáltíðir í grunnskólum landsins verða gjaldfrjálsar frá og með þessu skólaári, 24 - 25.

Alþingi samþykkti í júní 2024 frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á skólamáltíðir.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við nýgerða langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks í landinu.



 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page