Nemendur yngsta stigs áttu yndislega jólastund í Tryggvabúð.
- Vefstjóri
- Dec 18, 2024
- 1 min read
Nemendur yngsta stigs kíktu í heimsókn í Tryggvabúð í notalega jólastund á aðventunni.
Nemendur, ásamt kennurum, tóku sér göngutúr í Tryggvabúð og komu færandi hendi með jólakort sem þau höfðu útbúið. Þetta var yndisleg stund sem yngri og eldri kynslóðir áttu saman og nemendum, sem voru hæstánægð, var boðið upp á rjúkandi heitt kakó og kökur í hressingu áður en þau röltu yfir í skólann aftur.
Það voru allir sammála um að hittast oftar á nýju ári.

Comments