top of page
Search

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninar á Djúpavogi 2025

  • Vefstjóri
  • Apr 7
  • 2 min read

Lokakeppni Stóru Upplestrarkeppninnar var haldin á Djúpavogi, í Djúpavogskirkju, þann 1. apríl. Þangað voru mættir nemendur úr 7. Bekk frá Djúpavogi og Hornafirði,sem héldu sína árlegu uppskeruhátíð í upplestri og framsögn, Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar.


Í ár mættu til leiks 5 lestrarhestar frá Djúpavogsskóla og 8 frá Grunnskóla Hornafjarðar. Lestrarumferðir voru þrjár; texti úr bókinni ,,Draumurinn“ eftir Hjalta Halldórsson, ljóð eftir ýmis ljóðskáld og ljóð að eigin vali.  Dómnefnd var skipuð þeim Berglindi Einarsdóttir, formanni dómnefndar, Grétu Mjöll Samúelsdóttur, frumkvöðli og Karen Hjartardóttur, presti á Hornafirði og lá fyrir dómnenfd það vandasama og erfiða verkefni að velja besta lestur dagsins.

Lesarar stóðu sig frábærlega vel og þar náði glæsilegum árangri okkar maður, Elías Galdur og landaði 3. Sæti. Þau sem hlutu að þessu sinni fyrstu þrjú sætin:

1.      Guðbjörg Lilja Jóhannsdóttir, Grunnskóli Hornafjarðar

2.      Anna Herdís Sigurjónsdóttir, Grunnskóli Hornafjarðar

3.      Elías Galdur Birgisson, Djúpavogsskóli


Í dómarahléi buðu foreldrar nemenda Djúpavogsskóla upp á svignandi veisluborð og var boðið upp á tónlistaratriði frá nemendum Tónlistarskóla A-Skaft  meðan beðið var úrslita.


Stóra Upplestrarkeppnin hefst ár hvert 16. Nóvember,  á Degi íslenskrar tungu og fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, og lýkur á vormánuðum.

Það er lærdómsríkt, góð reynsla og gaman að hitta jafnaldra og takast saman á við uppbyggileg verkefni sem þetta, og allir nemendur náðu sínu aðal markmiði, að efla lestur, framsögu og túlkun.


Um Stóru Upplestarkeppnina.

Stóra Upplestrarkeppnin er haldin árlega fyrir nemendur í 7. bekk og er víða orðinn fastur liður í skólastarfi hvers skóla.

Það eru Raddir – Samtök um vandaðan upplestur og framsögn, sem standa að og stofnuðu til keppninnar, auk þess að standa fyrir ,,Litlu upplestrarkeppninni“ fyrir 4. Bekk. Í upphafi hvers skólaárs taka kennarar/skólar ákvörðun um að taka þátt. Umsjón og rekstur með verkefninu er á vegum sveitarfélaganna frá og með 2021, en samtökin ,,Raddir“ veita ráðgjöf og stuðning og halda úti heimasíðu verkefnisins.

Stóra Upplestrarkeppnin fyrir 7. Bekk hófst 1996 í Hafnarfirði og á Álftanesi, en þátttaka jókst fljótt og vel með þátttöku skóla um allt land.  Keppnin skiptist í tvo hluta, ,,ræktunarhluta“, sem er í raun og veru aðal markmið verkefninsins, þar sem æfingin fer fram og lögð er sérstök rækt við vandaðan upplestur og framsögn og svo ,,hátíðarhlutinn / keppnishlutinn“, sem er annars vegar upplestrarkeppni 7. Bekkjar innan skólans þar sem valdir eru þeir fulltrúarm sem fara, í öðru lagi, í lokakeppnina sem er þá uppskeruhátíð í héraði með öðrum skólum.




 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page