Kvenfélagið Vaka á Djúpavogi hefur árlega staðið fyrir bíngói og hvar ágóðinn er nýttur til góðra gjafa og stuðnings við ýmis málefni barna.
Í ár ákvað kvenfélagið Vaka að gefa 4 stórglæsilegar Kitchenaid-vélar í nýja heimilisfræðistofu Djúpavogsskóla.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar Helga Rún heimilisfræðikennari tekur á móti þessari glæsileg gjöf frá þeim Ásdísi og Hólmfríði sem mættu fyrir hönd kvenfélagsins.
Djúpavogsskóli þakkar kvenfélaginu Vöku kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.
Comments