Hjólaskoðun og fræðsla í Djúpavogsskóla
- Vefstjóri
- Apr 9
- 1 min read
Föstudaginn 11. apríl fáum við góða gesti í heimsókn sem bjóða nemendum upp á hjólaskoðun og fræðslu um umferð og öryggi.
Það eru Guðmundur Hjörvar, lögreglumaður og Reynir Arnórsson, sérfræðingur um öryggismál, sem kíkja við í Djúpavogsskóla, rifja upp umferðareglurnar, fræða um mikilvægi noktunar hjálma og bjóða í lokin upp á hjólaskoðun.
Við hvetjum því alla nemendur sem hafa áhuga að koma á hjólum í skólann á föstudaginn, og vera tilbúin með hjólin fyrir páskafríið og þessa dásamlegu sumardaga sem leika við okkur.

コメント