top of page
Search

Danskennsla í Djúpavogsskóla

  • Vefstjóri
  • Jan 31
  • 1 min read

Dagana 27. - 30. janúar er boðið upp á danskennslu og fjör í Djúpavogsskóla.

Það er hinn vel þekkti Jón Pétur Úlfljótsson sem kemur með þriggja daga danskennslu fyrir alla nemendur Djúpavogsskóla, en Jón Pétur er mikill reynslubolti í danskennslunni og ásamt því að hafa átt og rekið dansskóla í mörg ár, hefur Jón Pétur ferðast um landið og kennt nemendum í grunnskólum landsins í áraraðir.

Danskennslan er frábær upphitun fyrir hina árlegu árshátíðarvinnu sem er framundan núna í febrúar, auk þess að æfa samhæfingu, efla vellíðan og dansinn er frábært hópefli þar sem allir æfa samvinnu, hjálp, virðingu og góð samskipti og svo er alltaf svo gott að hittast til að gleðjast og eiga góða stund saman.

Í danskennslu Jóns Péturs er farið í dans-leiki, æfð grunnspor, rifjaðir upp gamlir og góðir dansar sem margir þekkja og að lokum var foreldrum og öðrum aðstandendum boðið á Uppskerudanshátið, miðvikudaginn 29. janúar, í Íþróttahúsinu.

Það var stórkoslegt mæting á Dansuppskeruhátíðina og við þökkum öllum sem mættu fyrir dásamlega skemmtilega stund.

Við hvetjum líka alla pabba og mömmur, afa og ömmur, frændur og frænkur að liðka liðina og taka dansspor nokkrum sinnum í viku til að gleðjast og njóta.

Við þökkum Jóni Pétri danskennara kærlega fyrir frábæra dansdaga og hlökkum til að hitta hann aftur.




 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page